Til að sjá allra nýjustu uppfærslur við þetta skjal, er hægt að skoða http://www.openoffice.org/welcome/readme.html
Kæri notandi
Þetta skjal inniheldur mikilvægar upplýsingar um hugbúnaðinn. Endilega lestu þær gaumgæfilega áður en þú byrjar að vinna með hann.
OpenOffice.org samfélagið, sem er ábyrgt fyrir þróun þessa hugbúnaðar, langar til að bjóða þér að taka þátt sem meðlimur samfélagsins (community member). Sem nýr notandi geturðu skoðað OpenOffice.org vefsvæðið, þar sem mikið af hjálplegum upplýsingum fyrir notendur er að finna á
http://www.openoffice.org/about_us/introduction.html
Einnig ættirðu að lesa textana hér að neðan um hvernig þú gætir tekið þátt í OpenOffice.org verkefninu.
OpenOffice.org er frjáls hverjum sem er til notkunar, án endurgjalds. Þú mátt taka þetta eintak af OpenOffice.org og setja upp á eins mörgum tölvum og þú vilt, nota í hvaða tilgangi sem þér dettur í hug (þar með talin viðskipti, ríkisrekstur, almenningsafnot og notkun í skólum). Til að skoða ítarlegri atriði í þessu sambandi má lesa texta notendaleyfisins sem fylgdi OpenOffice.org eða fara á http://www.openoffice.org/license.html
Þú getur í dag notað þetta eintak af OpenOffice.org án nokkurs endurgjalds vegna þess að einstaklingar og fyrirtæki hafa hannað, þróað, prófað, þýtt, skrifað um, stutt við, kynnt og hjálpað til við á marga vegu við að gera OpenOffice.org að því sem það er í dag - heimsins fremsti opni skrifstofuhugbúnaðurinn.Ef þú kannt að meta þetta framlag, og myndir vilja að OpenOffice.org haldi áfram að vera til í framtíðinni, hugsaðu þá til þess að taka þátt í verkinu - skoðaðu http://contributing.openoffice.org fyrir nánari skýringar. Allir geta lagt sitt af mörkum.
Kerfiskröfur:
Til er breitt úrval Linux dreifinga, innan einstakra dreifinga geta líka verið mismunandi uppsetningaleiðir (KDE eða Gnome, o.s.frv.). Sumar dreifingar koma með þeirra eigin ‘sérsniðinni’ útgáfu af OpenOffice.org, sem geta haft einhverja aðra eiginleika en þessi sameiginlega OpenOffice.org útgáfa. Stundum er hægt að setja upp samfélagslegu OpenOffice.org útgáfuna jafnhliða ‘sérsniðnu’ útgáfu. Hinsvegar er venjulega öruggara að fjarlægja ‘sérsniðnu’ útgáfuna áður en þessi samræmda útgáfa er sett upp. Skoðaðu hjálparskjöl dreifingarinnar þinnar til að vita hvernig eigi að bera sig að.
Mælt er með því að öryggisafrit séu tekin af stýrikerfum og gögnum áður en hugbúnaður er settur upp eða fjarlægður.
Berkeley gagnagrunnsvélin var uppfærð í þessari útgáfu OpenOffice.org. Uppfærsla gagnagrunnsvélarinnar \t\tveldur ákveðinni ósamhæfni við notendaupplýsingar í uppsettum viðbótum fyrir OpenOffice.org útgáfur eldri en 3.2, þetta gæti \t\tkrafist aðgerða af þinni hálfu ef þú færir síðan niður útgáfu þína af OpenOffice.org.
Þessi útgáfa af OpenOffice.org mun umbreyta viðbótagagnagrunninum yfir í nýja Berkeley \t\tgagnagrunnsniðið þegar viðbætur eru settar upp eða fjarlægðar. Eftir þessa umbreytingu, er ekki hægt að lesa gagnagrunninn\t\tmeð eldri útgáfum OpenOffice.org. Niðurfærsla í eldri útgáfu gæti skemmt uppsetninguna.
Ef þú síðan færir niður í eldri útgáfu OpenOffice.org, þá verðurðu að fjarlægja möppuna með \t\tnotandagögnum {user data}/uno_packages, til dæmis ~/.openoffice.org/3/user/uno_packages, og endursetja inn allar viðbætur.
Ef þú verður var við vandamál við ræsingu OpenOffice.org (sérstaklega ef þú notar Gnome) aftengdu umhverfisbreytuna SESSION_MANAGER í skelinni sem þú notar til að ræsa OpenOffice.org. Þetta er hægt að gera með því að bæta línunni "unset SESSION_MANAGER" í upphaf soffice skeljarskriftunnar sem finnst í "[office folder]/program" möppunni.
Erfiðleikar við ræsingu OpenOffice.org (t.d. forritin hanga) auk vandamála varðandi skjáhegðun, er oftast hægt að rekja til skjákortsrekilsins. Ef slík vandamál koma upp, reyndu að uppfæra skjákortsrekilinn eða jafnvel nota þann sem kom með tölvunni. Erfiðleikar við birtingu 3D hluta er oft hægt að leysa með því að afvirkja möguleikann "Nota OpenGL" undir 'Verkfæri - Valkostir - OpenOffice.org - Skoðun - 3D sýn'.
Athugaðu að klipping og líming með klippispjaldi á milli OpenOffice.org 1.x og OpenOffice.org 3.2 gæti hugsanlega ekki virkað með OpenOffice.org sniðinu. Ef þetta gerist, veldu þá 'Breyta - Sérstök líming' (Edit - Paste Special) veldu eitthvað annað snið en OpenOffice.org, nú eða prófað að opna skjalið beint í OpenOffice.org 3.2.
Gakktu úr skugga um að þú hafir nægilegt laust pláss í bráðabirgðamöppu kerfisins og að les-, skrif- og keyrsluréttindi hafi verið veitt. Lokaðu öllum öðrum forritum áður en uppsetningaferlið er ræst.
Einungis flýtilyklar (lyklasamsetningar) sem ekki eru í notkun af stýrikerfinu geta verið notaðir í OpenOffice.org. Ef lyklasamsetning í OpenOffice.org virkar ekki eins og lýst er í OpenOffice.org hjálpinni, athugaðu hvort sá flýtilykill sé þegar í notkun af stýrikerfinu. Til að laga slíka árekstra er venjulega hægt að breyta þeim lyklum sem stýrikerfið notar. Hitt er líka mögulegt, þú getur breytt næstum öllum lyklasamsetningum í OpenOffice.org. Til að skoða nańari upplýsingar um þetta er best að lesa OpenOffice.org hjálpina eða hjálparskjöl stýrikerfisins.
Vegna ósamræmis í inntaksaðferðum mismunandi stýrikerfa, varð að breyta eftirfarandi flýtilyklum á síðustu stundu:
Í sjálfgefnum stillingum OpenOffice.org er skráalæsing virk. Til að afvirkja hana, verðurðu að setja umhverfisbreyturnar SAL_ENABLE_FILE_LOCKING=0 og flytja út SAL_ENABLE_FILE_LOCKING. Þessar færslur eru þegar til staðar í soffice skriftuskránni.
Aðvörun: Virk skráalæsing getur valdi vandræðum á Solaris 2.5.1 og 2.7 ef hún er notuð með Linux NFS 2.0. Ef kerfisumhverfið þitt er með þessum þáttum, mælum við með því að þú forðist að nota skráalæsinguna. Annars mun OpenOffice.org hanga þegar þú reynir að opna skrá af NFS-tengdri möppu á Linux tölvu.
Fyrir upplýsingar um aðgengismál í OpenOffice.org, skoðaðu http://www.openoffice.org/access/.
Endilega taktu þér örlítinn tíma í að fara í gegnum notandaskráningarferlið (Product Registration) þegar þú setur upp hugbúnaðinn. Skráningin er valfrjáls, en við hvetjum þig til að fara í gegnum ferlið því þessar upplýsingar hjálpa samfélaginu til að búa til betri hugbúnað sem uppfyllir ennþá meira af þörfum notandans. Með strangri stefnu varðandi meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy), gerir OpenOffice.org samfélagið allar mögulegar ráðstafanir til að vernda einkaupplýsingarnar þínar. Ef þú misstir af notandaskráningunni við uppsetningu, þá geturðu skráð þig hvenær sem er með því að fara í "Hjálp > Skráning" úr aðalvalmyndinni.
Einnig er á netinu notendakönnun (User Survey) sem við hvetjum þig til að fylla út. Notendakönnunin hjálpar OpenOffice.org til að setja nýja staðla við gerð næstu kynslóðar skrifstofuhugbúnaðar. Með strangri stefnu varðandi meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy), gerir OpenOffice.org samfélagið allar mögulegar ráðstafanir til að vernda einkaupplýsingarnar þínar.
Aðal-hjálparsíðan http://support.openoffice.org/býður upp á margvíslega hjálp varðandi OpenOffice.org. Hugsanlegt er að spurningunni þinni hafi þegar verið svarað - skoðaðu það á samfélagssvæðinu (Community Forum).http://user.services.openoffice.org eða leitaðu í skeytasafni 'users@openoffice.org' póstlistans á http://www.openoffice.org/mail_list.html. Einnig gætirðu sent inn spurningar á users@openoffice.org. Hvernig eigi að gerast áskrifandi að listanum (til að fá svar í tölvupósti) er útskýrt á þessari síðu: http://wiki.services.openoffice.org/wiki/Website/Content/help/mailinglists.
Skoðaðu einnig algengar spurningar (FAQ) á http://wiki.services.openoffice.org/wiki/Documentation/FAQ.
Vefsvæði OpenOffice.org geymir líka IssueZilla, sem er tækið okkar við að tilkynna um, finna og leysa villur og vandamál. Við hvetjum alla notendur til að láta sér finnast þeir velkomna og í fullum rétti til að tilkynna um öll þau vandamál sem upp koma varðandi tiltekin stýrikerfi. Kröftug skýrslugerð um vandamál og það sem ekki virkar rétt er með mikilvægustu framlögum sem samfélag notenda getur gefið til áframhaldandi þróunar hugbúnaðarins.
OpenOffice.org samfélagið myndi hafa mikinn hag af virkri þátttöku þinni í þróun þessa mikilvæga opna hugbúnaðarverkefnis.
Sem notandi ertu þegar orðinn mikilvægur þáttur í þróun hugbúnaðarins; við viljum þess vegna hvetja þig til að taka að þér ennþá virkara hlutverk með framlagi í lengri tíma til samfélagsins. Skráðu þig endilega til leiks á notendasíðunum á: http://www.openoffice.org
Til að hefja þátttöku í verkefninu er best að gerast áskrifandi að einum eða fleiri póstlistum, halda sér til hlés á meðan maður skoðar hvarnig samskiptin fara fram, og smám saman kynna sér í skeytasöfnum listanna þau mál sem upp hafa síðan OpenOffice.org grunnkóðinn var gefinn út í október árið 2000. Þegar þú ert síðan orðin(n) sæmilega örugg(ur) með þig, ættiðu að senda inn dálitla kynningu á þér með tölvupósti og henda þér í djúpu laugina. Ef þú ert þegar með reynslu af opnum hugbúnaðarverkefnum, ættirðu að skoða hvor eitthvað sem þú getur hjálpað til með sé á verkefnalistunum (To-Dos) á http://development.openoffice.org/todo.html.
Hér eru nokkrir af póstlistum verkefnisins sem þú getur gerst áskrifandi að á http://www.openoffice.org/mail_list.html
Þú getur gert heilmargt fyrir þetta mikilvæga opna hugbúnaðarverkefni jafnvel þó þú sért ekki með neina reynslu af forritun eða hugbúnaðarhönnun. Já, þú getur verið með!
Á http://projects.openoffice.org/index.html getur þú fundið verkefni á borð við staðfærslu (localization), yfirfærslu milli kerfa (porting) og hópvinnslu (groupware) auk alvöru kjarnaforritunarverkefna. Ef þú ert ekki forritari, skoðaðu þá skjölun (documentation) eða kynningarverkefnið (marketing). Kynningarverkefnið OpenOffice.org Marketing Project styðst bæði við n.k. skæruhernað og hefðbundnari markaðsherferðir til að kynna opinn hugbúnað. Það er gert þvert á landamæri tungumála og menningarheima, þannig að þú getur hjálpað til einfaldlega með því að segja vinum þínum frá þessum skrifstofuhugbúnaði.
Þú getur hjálpað til með því að gerast þáttakandi í Marketing Communications & Information Network hér: http://marketing.openoffice.org/contacts.html þar sem þú gætir orðið tengiliður við fjölmiðla, stjórnvöld, ráðgjafafyrirtæki, skóla, Linux notendahópa (LUG) og forritara í þínu heimalandi eða áhugafólk heima í héraði.
Við vonumst til að þú njótir þess að vinna með nýja OpenOffice.org 3.2 og munir ganga til liðs við okkur á netinu.
OpenOffice.org samfélagið
Höfundarréttur að hluta til: 1998, 1999 James Clark. Höfundarréttur að hluta til: 1996, 1998 Netscape Communications Corporation.